Bitaskurðavél

Migas skurðarvél er notuð til að skera aukaafurðir svo sem þunnildi og afskurð sem til fellur við flakavinnslu. Afurðum er raðað á færiband vélarinnar sem fara þaðan í 32 unimecro hnífa og er bil á milli hnífanna 15 mm. Skurðarvélin er með ryðfríum rafmagnsmótor og er 200 cm að lengd og 120 cm að breidd. Hraðstrekking er á rem sem auðveldar þrif og er hægt að fá hana með auka öxli með hnífum sem auðveldar viðhald og styttir stopptíma vélarinnar.


Skurðarvélin er með bæði öryggis- og neyðarstoppi og er með CE vottun auk þess að vera samþykkt af vinnueftirlitinu.


UPPSETNING:
Okkar teymi mun annast uppsetningu á tækinu og gefa leiðbeiningar um notkun til að tryggja bestu mögulega virkni.

AUÐVELD ÞRIF:
Þetta tæki er hannað með það að leiðarljósi að þrif séu eins auðveld og þægileg eins og mögulegt er.

BESTU GÆÐI:
Allt efni og íhlutir er gerðir úr bestu mögulegum gæðum. Allar suðusamsetningar og stálhlutir eru sléttir og viðloðunarfríir.

 

DNG by Slippurinn hefur mikla reynslu í hönnun og uppsetningu framleiðslulína og að aðlaga lausnir búnaði sem fyrir er í verksmiðjunni. Við bjóðum upp á hönnun og teikningar fyrir nútímalegar verksmiðjur þar sem hagkvæmni og nýting eru í hávegum höfð. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að sérsniðnum lausnum.